sunnudagur, janúar 23, 2005

Spennan eykst

Nú er kominn smá spenna í mann fyrir því að fara út til Glasgow! Ég er ekki frá því að seinni ferðin verði töluvert betri en sú fyrri enda valin maður í hverju rúmi þar!

Ég vona bara að Atli rúmí verði ekki til trafala þar sem hann er alltaf svo skúggalega drukkinn á erlendri grundu, ekki hægt að hleypa honum uppí flugvél öðruvísi en að hann sé með einhver fíflalæti! tsktsk

Annars er ég að horfa á National Geographic og þar er þáttur um ww2 (eins og svo oft á þessum fræðslustöðvum) sem er að fara í gegnum loftbardagana milli þýskalands og Bretlands á þessum tíma. Þetta eru alveg svakalegar myndir sem þeir eru með þarna, tekið úr flugmannssætinu á Spittfire og Mustang vélum sem eru að skjóta þýskar sprengjuvélar alveg í hengla. Svo eru auðvitað líka önnur eins skot úr Messersmith vélum Sauerkrautana.. þetta er sko ekkert feik.. ónei

..og ég er eiginlega soldið spenntur fyrir þætti á sömu stöð sem heitir "why chimps kill". Ég veit að nafnið hljómar ótrúlega írónískt en sjimpansar geta orðið fokking huge og leika sér að því að lyfta 130kg án þess að svitna, þannig skv treilernum þá hika þeir ekki við að gúffa lítil börn í einum munnbita eða svo. Tennur? TENNUR? ójá, það vantar sko ekki tennurnar í þessi kvikyndi! Risa vígtennur! eins og hjörð af Drakúlum að ráðast á litlu börnin..
 

blogger templates |