Þjóðverjinn kann sko að framleiða bíla! Það er bara ekki flóknara en það! Ég var að fjárfesta í 1.stk BMW 535 1996 módel og það er líklega ljúfasti bíll sem ég hef átt frá upphafi ("mér finnst minn 323 bara ekkert síðri góði minn" - mamma) og er sá listi samt sem áður töluvert veglegur:
1. MMC colt 1982 - snilldar kerra sem kom okkur félögunum uppí Húnaver og til baka með glans
þrátt fyrir að vera samt nokkrara vikur að jafna sig í fjöðruninni.. gekk undir nafninu Gölturinn enda gullbrons að lit og belgmikill eins og feitt svín
2. Opel Cadett 1985 - þennan bíl átti móðir mín eiginlega en við bræðurnir tókum hann traustataki og löppuðum uppá hann eftir atvikum.. sem var eiginlega í hverri viku. Bíll með mikin og sterkan karakter, kallaður Cadilakkinn og átti lyklakippu í stíl!
3. MMC colt 1987 - Bíll sem ég notaði með henni Ingunni minni í nokkur ár, hvítur að lit og Jón Flasan klessti aftaná með stæl á bremsulausa Skódanum sínum (Skódi Rabbit!! grínlaust!) Þessi bíll fór víst bara nýlega (sem þýðir í mínum huga fyrir nokkrum árum) úr eigu Ingunnar skilst mér og hún fékk sér Yaris
4. Citroen Ax Sport 1988 - hehe, lítið og snaggaralegt tveggja blöndunga franskt hönnunarslys! En askoti sprækur og skemmtilegur.. þegar hann fór í gang og hægt var að halda innsoginu úti! Fékk símtal 3 árum eftir að ég seldi hann og þá var bíllinn búinn að vera númeralaus á einhverju bílastæði í Árbænum í nokkra mánuði og það eina sem fannst í bílnum var snepill með nafninu og símanúmerinu mínu á! Fríkí shit!
5. BMW M5 1993 - Mmmmmmm... hreinn eðall! Hreinn eðall!! Þvílíkur bíll, leðraður í hólf og gólf með ljósgráu leðri sem tónaði alveg fáránlega vel við svart lakkið á honum og 17" mutterbomser felgurnar (verð eiginlega að skella myndum inn af öllum þessum bílum). 340 hestöfl eru sko ekkert grín enda vafðist gripurinn utan um dansk tré.. Jónki leggur blómsveg við tréð á hverju ári til minningar um atvikið. Við KK erum eiginlega sammála um að þetta sé bíllinn!
6. Dodge GrandAm 1995 - Tók þennan uppí BMW M5 flakið, eða meira svona skipti á sléttu.. það var sko ekkert spennandi við þennan bíl enda staldraði hann stutt við..
7. MMC 3000gt VR-4 1991 - Skipti á þessum og bannsettum Dodginum.. fín skipti og gaman að vera aftur kominn á 300+ hö bíl, leður og rafmagn í sætum. mmm.. en maður verður nú samt soldið þreyttur á því að liggja alveg í götunni og þurfa að klifra útúr bílnum í hvert skipti. Bílprófsleysið á þessum tíma kom líka í veg fyrir að ég kynntist bílnum eitthvað að ráði. Helga frænka var með hann í láni í dágóðan tíma og KK fékk hann svo eftir það og var á honum þar til ég fékk bílprófið aftur.
8. BMW 750iAL 1991 - Skipti á MMCinum og þessum fleka. Uss hvað þetta er stór og mikill bíll! Og olíulekinn maður! Og stýrisvélin maður! Og 320 hestöflin! Mjög gaman að krúsa á þessum norður í land! En hann lenti á WV Polo.. reyndar kominn aftur á götuna, enda sveittur fully-loaded mafíósabíll!
9. Mazda 323 1982 - Bílnum hennar ömmu komið í mína umsjá. Þetta er líklega merkileagsti bíllinn í safninu, framleiddur 1982 og ekki ekinn nema 85þ KM árið 2004! Og ástandið eftir því! Hann fékk þó að víkja fyrir næsta bíl að neðan en ég hef nú ekki miklar áhyggjur af honum enda kominn í vandvirkar metro-hendur Bigga Gríngós! Loðstýrið fylgdi!
10. BMW 535 1996 - Þetta er hreinlega fullorðins kerra frá Germany! Þrátt fyrir að vera ekki alveg jafn sportí og M5-inn þá er þetta nýrri bíll og vegur upp það sem vantar í sportlegheitum og krafti með fágaðri og fallegri innréttingu og glæsilegri hönnun á boddíinu! It´s a keeper!
...annars er maður nú bara að vinna uppá Norðurljósum í frístundum sínum þessa dagana... reynir nú samt að eiga smá sosiallíf eftir það..
Ég ætla að reyna að finna myndir af þessum bílum öllum og skella þeim inn um helgina og ef ég finn ekki mynd af akkúrat því eintaki sem ég átti þá held ég að google vinur minn verði að redda þeim fyrir mig, en myndir skulu koma!
.